Veiðivestin frá Winning Edge eru með klofólum og því EKKI hætta á að vestið fljóti upp á haus notandans eins og á vestum þar sem klofólarnar vantar.
Henta alveg frábærlega við íslenskar aðstæður jafnt í lygnum vötnum sem og straumhörðum ám.
- 11 vasar eru á Winning Edge vestinu 10 að framan 1 að aftan einnig er lykkja fyrir háf, naglaklippur sem og motta fyrir þínar uppáhalds flugur.
- Níðsterkt denier 200 nylonefni sem er í ytrabirgði vestsins.
- Frábær hlýr mjúkur og einstaklega þægilegur hálskragi er á vestinu, honum má einnig renna af ef veiðimanninum er orðið of heitt. Kraginn er úr neoprene og fleece efni.
- Lungamjúkt PVC flotefni er í flothólfum að framan.
- Flothólf að aftan eru hólfuð niður í nokkur hólf til þess að auka enn frekar á lipurð og þægindi þess sem vestið notar.
- Lokaðar hliðar eru á vestinu og rennilás að framan einnig eru nokkrar Nylonólar á vestinu til enn frekara öryggis fyrir notandann.
Vestið WINNING EDGE er með vottun nr 160.064/4456/0 frá amerísku strandgæslunni sem er ein sú virtasta í heimi.
Og að sjálfsögðu eru klofólar til varnar því að vestið fljóti upp á veiðimanninum á Winning Edge flotveiðivestunum