Skil á vörum

Skilareglur

Esjugrund ehf leggur mikið upp úr fjölbreyttu vöruúrvali og góðri þjónustu, góð þjónusta og ánægðir viðskiptavinir er lykilatriði í viðskiptum hjá Esjugrund ehf.
Við tökum eingöngu við vöru ef hún er ónotuð og óskemmd í upprunalegum pakkningum innan 7 daga frá kaupdagsetningu nótu. Viðskiptavinur getur valið um að fá vöruna endurgreidda í formi inneignarnótu sem gildir í eitt ár frá dagsetningu eða velja sér aðra vöru. 
Skilyrði er að varan sé ónotuð og í upprunalegum óopnuðum umbúðum, allir aukahlutir fylgi vörunni og frumrit af reikningi þarf alltaf að fylgja skilavöru aftur til okkar.
Kaupandi greiðir ávallt sjálfur allan kostnað við að koma skilavöru til okkar.

Gjafakortum er ekki hægt að skila og þau gilda í 1 ár frá útgáfudegi. Gjafakort er hægt að nota til kaupa á öllum vörum okkar óháð útsölum og tilboðum.
Útsöluvörum er aldrei hægt að skila.
Þessar skilareglur takmarka ekki að neinu leyti lögbundna neytendavernd.

Virðingarfyllst,

Starfsfólk Esjugrundar

Keyrt á OpenCart
Esjugrund © 2019