Afhendingarskilmálar

Afhendingar tími vöru
Afhending telst vera innan eðlilegra tímamarka frá útgáfudegi reiknings. Tekið er fram í kaupferlinu hverju má búast við miðað við valda sendingarleið. Seljandi afhendir vörur einungis innanlands með viðurkenndum flutningsaðilum.
Ef afhendingu vöru seinkar af völdum Esjugrundar ehf munum við tilkynna það til kaupanda í tölvupósti eða með símtali við fyrsta tækifæri ásamt upplýsingum um hvenær pöntunin verður tilbúin til afhendingar, bjóða staðgengilsvörur ef að varan er uppseld hjá okkur eða okkar birgjum.

Afhending úr vefverslun Esjugrundar
Esjugrund ehf kemur þeim pöntunum á pósthús daglega sem borist hafa fyrir kl 12.00 á hádegi frá mánudegi – föstudags og varan mun berast kaupanda á næsta pósthús við hann eða í heimkeyrslu með póstinum (þar sem það er í boði). Varan ætti að vera komin á næsta pósthús við þig eftir 1-3 daga eftir landssvæðum og þjónustustigi Póstsins á þínu svæði. Kaupandinn greiðir sendingarkostnaðinn.
Ef það hentar einhverra hluta vegna ekki verður kaupandi að greiða kostnaðinn innanbæjar við það að koma vörunni á annan flutningsaðila S.S. Leigubíl, sendibíl, flug, flutningarbíl, skip o.s.frv. ef kaupandi vill nýta sér aðra flutningsaðila en póstinn.

Skemmd vara
Allar skemmdir á vörum af hendi flutningsaðila eru alfarið á þeirra ábyrgð og að fullu bætt gagnvart viðskiptavininum að þeirra hálfu, samkvæmt þeirra skilmálum. Skemmdir eftir að vara hefur verið afhent er á ábyrgð kaupanda.

Vöruafhending Esjugrundar ehf 
Afhending vöru er með Póstinum og samkv þeirra gjaldskrá.

Greiðslur
Greiðslumátar eru staðgreiðsla, póstkröfur, kortafærslur frá öllum helstu greiðslukorta útgefendum, raðgreiðslur eða millifærslur á reikning Esjugrundar ehf. Varan er ekki send af stað fyrr en gengið hefur verið frá fullnaðar greiðslu til Esjugrundar ehf.

Virðingarfyllst 
Esjugrund ehf